Miðvikudagur 6.júlí

Úff hvað tíminn líður hratt. Mér finnst ég vera nýkominn en það eru strax komnar tvær vikur.
Vikan það sem af er hefur verið fín. Hitti Mumma vin minn í hádeginu á mánudag og það var ofsalega gott að sjá hann aftur. Hann hefur reynst mér alveg ótrúlega vel og í raun alltaf verið til staðar. Ég er heppinn að eiga svona góðan vin. Raunar á ég alveg einstaklega marga góða vini og ég er bara ofsalega heppinn í alla staði.
Í gær heimsótti ég Gúu frænku, Halla og dætur þeirra Jóhönnu og Birtu. Einstaklega gaman. Ég ílengdist nú aðeins þarna og var svo í mat. Það sem átti að vera smá "kaffidropp" varð að 4 tíma heimsókn með mat og kaffi á eftir. Alltaf gaman að koma til Gúu.

Í kvöld vorum við Matthías svo boðnir í mat til Ingu Freyju og Palla. Þar fengum við græðgislega góðan sjávarrétt og svo eftirrétt sem var magnaður. Ég hef ekki orðið svona saddur síðan í apríl.
Ef ég verð aftur 0.1 tonn þá veit ég hvar ég byrjaði ;)

jæja, nóg komið af mat. Ég sit hérna upp í rúmi og er að reyna að sannfæra Matthias um að hann eigi að sofna. Ég stundum skil ekki hvaðan hann fær alla þessa orku.

Á morgun stefni ég á að vera í rólegheitum heima. kannski fer ég í sund með Matthías.

kveðja í bili,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur